UM Sjúkást

Sjúkást erverkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna. Verkefninu er ætlaðað vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki.Markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullumsamböndum.

Þessi vefsíðainniheldur auðlesnar upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur samböndum ungs fólks.Hér má finna upplýsingar um kynlíf, klám, birtingarmyndir ofbeldis, hvaðeinkennir heilbrigð sambönd og ýmislegt fleira. Þá eru hér líka upplýsingar umjafnréttis og femínisma auk kafla um aktívisma fyrir þau sem vilja leggja sittaf mörkum í baráttunni gegn ofbeldi.

Fræðsla

StafsfólkStígamóta býður upp á Sjúkást fræðslu fyrir nemendahópa í efri bekkjumgrunnskóla og framhaldsskólum. Þá er einnig boðið upp á fræðslu fyrir fólk semvinnur með aldurshópnum 13-20 ára í æskulýðs-, íþrótta- eða skólastarfi sem ogforeldra. Sendið póst á stigamot@stigamot.is til að panta fræðslu og fá nánariupplýsingar.

Sjúkást átakið

Einu sinni áári er farið í átak til að vekja athygli á Sjúkást og er það venjulega ítengslum við Valentínusardaginn um miðjan febrúar. Í átakinu er unnið meðunglingum bæði í efri bekkjum grunnskóla og á framhaldsskólaaldri. Þá er fariðí samfélagsmiðlaherferð, plakötum dreift og upplýsingum komið á fjölmiðla tilað vekja athygli á málefninu.