Þolendaskömmun er annar angi nauðgunarmenningar. Þolendaskömmun er þegar þolendum kynferðisofbeldis er kennt um ofbeldið. Þetta viðhorf getur birst bæði í daglegu tali og alls konar viðhorfum sem þolendur þurfa að sitja undir, t.d. um að eitthvað í þeirra eigin fari hafi leitt til ofbeldisins.

Ofbeldi er hins vegar aldrei á ábyrgð neins annars en þess sem beitir því og þolendaskömmun á því aldrei rétt á sér. Ef þú ert þolandi og hefur upplifað slík viðhorf er mikilvægt að hafa í huga að ofbeldi er aldrei þér að kenna.