Hér á Stígamótum, sem er ráðgjafarþjónusta fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi, verðum við vör við að kynferðisofbeldi verður sífellt grófara og það rekjum við ekki síst til áhrifa klámvæðingarinnar.

Þar má meðal annars nefna að við sjáum fleiri mál sem tengjast hópnauðgunum og nauðgunum í endaþarm. Við viljum brýna fyrir ungmennum að fræðast um mörk, samþykki, samskipti í rúminu, virðingu og traust og hafa þau ávallt í huga þegar kynlíf er stundað, til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi.