Við krefjumst betri kynfræðslu!

Ákall til ráðherra menntamála um bætta kynfræðslu í skólum.
Við undirrituð skorum á mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir öflugri og markvissri kynfræðslu á öllum skólastigum. Við viljum að öll börn og ungmenni fái fræðslu um samskipti, mörk og ofbeldi í kynfræðslu.

...Kynfræðsla ætti að leggja grunn að heilbrigðum og uppbyggilegum nánum samskiptum meðal ungmenna og endurspegla fjölbreytni nemenda.

...Í dag er mest áhersla á líffræðilega hlið kynfræðslu, svo sem þunganir, æxlunarfæri og kynsjúkdóma, en lítil krafa er gerð um fræðslu um samskipti, tilfinningar, mörk, sjálfsmynd, kynverund, kynhneigð og ofbeldi.

...Kynfræðsla og kynjafræði þurfa að verða skyldufag í grunnmenntun kennara og fjármunir settir í endurmenntun starfandi kennara.

...Með bættri kynfræðslu er hægt að stemma stigu við áhrifum klámvæðingar og hjálpa ungmennum að setja sín eigin mörk í kynlífi.

Nánari upplýsingar er að finna hér.

Þakka þér fyrir! Skráning hefur verið móttekin!
Oops! Something went wrong while submitting the form.